51. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:41
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Jódísi Skúladóttur (JSkúl), kl. 09:10
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 50. fundar var samþykkt.

2) 691. mál - meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hákon Þorsteinsson, Þorvald Heiðar Þorsteinsson og Guðlaugu Dröfn Þórhallsdóttur frá dómsmálaráðuneyti.

3) 707. mál - lögreglulög Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gyðu Ragnheiði Bergsdóttur og Þórð Sveinsson frá Persónuvernd. Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

4) 114. mál - skráning foreldratengsla Kl. 10:23
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með þriggja vikna fresti þann 26. mars sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Tillaga um að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 128. mál - lögreglulög Kl. 10:23
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með þriggja vikna fresti þann 26. mars sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Tillaga um að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 131. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:23
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með þriggja vikna fresti þann 26. mars sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Tillaga um að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 120. mál - fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins Kl. 10:23
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með þriggja vikna fresti þann 27. mars sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Tillaga um að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 139. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 10:23
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með þriggja vikna fresti þann 26. mars sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

9) Önnur mál Kl. 10:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25